Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 28 spænskra banka

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir 28 spænskra banka. Sumar einkunnir voru lækkaðar um allt að 4 stig. Þar að auki voru allar einkunnir bankanna settar á neikvæðar horfur.

Þetta gerðist í kjölfar þess að Spánn fór formlega fram á neyðarstoð fyrir bankakerfi sitt frá Evrópusambandinu í gærmorgun. Moody´s segir að spænskir bankar séu áfram illa laskaðir eftir fjármálakreppuna og að spænska ríkið eigi í vaxandi erfiðleikum við að styðja bankakerfi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×