Viðskipti erlent

Leiðtogar G20 vilja lægri vexti á lán til suðurhluta Evrópu

Ein af niðurstöðum fundar G20 ríkjanna í Mexíkó sem lauk í gærkvöldi var að ríkjum í suðurhluta Evrópu verði gert kleyft að útvega sér lánsfé á lægri vöxtum en þessum ríkjum bjóðast nú á fjármálamörkuðum.

Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu vill að björgunarsjóður Evrópusambandsins verði notaður til þessa. Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur verið mótfallin slíkri hugmynd hingað til en Financial Times hefur eftir heimildum að Merkel gæti verið reiðubúin til að skipta um skoðun. Frakkar eru hlynntir hugmyndum Monti og segja mikilvægt að ná vöxtunum niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×