Viðskipti erlent

Roubini telur að Finnar yfirgefi evruna á undan Grikkjum

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini telur að Finnland muni yfirgefa evrusamstarfið á undan Grikklandi.

Roubini sem kannski er betur þekktur undir viðurnefninu dr. Doom setur þessa kenningu sína fram í nýrri greiningu. Viðurnefni sitt fékk hann fyrir að vera einn af sárafáum hagfræðingum heimsins til að sjá fyrir og vara við fjármálakreppunni árið 2008.

Roubini segir að Finnar geti aðeins hagnast á því að yfirgefa evrusamstarfið. Hann helstu rök eru að við það sleppa Finnar við að greiða í sameiginlegan neyðarsjóð Evrópusambandsins, stundum kallaður varanlegur björgunarsjóður sambandsins eða ESM.

Önnur rök Roubini eru að engin nágrannaþjóða Finna, það er Norðurlöndin, eru með evru sem mynt. Hann segir þó að Finnar ættu að taka upp sama fyrirkomulag og Danir hafa. Það er binda gengi finnska marksins við evruna með mjög ströngum viðmörkum. Slík aðgerð myndi styrkja efnahag Finnlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×