Viðskipti erlent

Ítalska stjórnin samþykkir mikinn niðurskurð

Ítalska stjórnin samþykkti í nótt umfangsmikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Alls verður skorið niður um 26 milljarða evra, eða um 4.100 milljarða króna á næstu þremur ár.

Niðurskurðurinn mun bitna mest á heilbrigðiskerfinu og starfsmannahaldi hins opinbera. Laun opinberra starfsmanna verða lækkuð og þeim fækkað um 10%. Yfirmönnum hjá hinu opinbera á að fækka um 20%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×