Notendum Facebook fækkar 18. júlí 2012 21:00 mynd/AFP Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments. Fyrirtækið rannsakaði notendafjölda síðunnar í 200 löndum. Það var síðan í gær sem niðurstöðurnar voru birtar. Samkvæmt þeim hefur notendum fækkað um 1.1 prósent í Bandaríkjunum sem og í nokkrum löndum í Evrópu. Sérstaklega var litið til þeirra 23 landa þar sem meira en helmingur íbúa er skráður á Facebook. Af þeim varð fækkun í 14 löndum. Notendum hefur þó fjölgað lítillega í níu af þessum löndum. Þá hefur samskiptasíðan verið í mikilli sókn í Asíu, þá sérstaklega í Japan og Indlandi en fjölda notenda í þeim hefur aukist um 60 og 20 prósent á síðustu sex mánuðum. Þegar niðurstöður Capstone Investments voru birtar í gær féll virði hlutabréfa Facebook um eitt prósent. Þetta hefur því verið slæm vika fyrir síðuna en bréf fyrirtækisins voru í frjálsu falli á mánudaginn. Stjórnendur Facebook þurfa þó ekki að örvænta enda eru 900 milljón manns skráðir á síðuna. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments. Fyrirtækið rannsakaði notendafjölda síðunnar í 200 löndum. Það var síðan í gær sem niðurstöðurnar voru birtar. Samkvæmt þeim hefur notendum fækkað um 1.1 prósent í Bandaríkjunum sem og í nokkrum löndum í Evrópu. Sérstaklega var litið til þeirra 23 landa þar sem meira en helmingur íbúa er skráður á Facebook. Af þeim varð fækkun í 14 löndum. Notendum hefur þó fjölgað lítillega í níu af þessum löndum. Þá hefur samskiptasíðan verið í mikilli sókn í Asíu, þá sérstaklega í Japan og Indlandi en fjölda notenda í þeim hefur aukist um 60 og 20 prósent á síðustu sex mánuðum. Þegar niðurstöður Capstone Investments voru birtar í gær féll virði hlutabréfa Facebook um eitt prósent. Þetta hefur því verið slæm vika fyrir síðuna en bréf fyrirtækisins voru í frjálsu falli á mánudaginn. Stjórnendur Facebook þurfa þó ekki að örvænta enda eru 900 milljón manns skráðir á síðuna.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira