Viðskipti erlent

Gyðingar halda spænskum hattaframleiðanda á floti

Magnús Halldórsson skrifar
Hattarnir frá Fernández y Roche þykja mikil gæðavara. Mynd/NewYorkTimes
Hattarnir frá Fernández y Roche þykja mikil gæðavara. Mynd/NewYorkTimes
Hattaframleiðandinn Fernández y Roche, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sevilla á Spáni, hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu, ólíkt nær öllum efnahag Spánar. Ástæðan er mikil sala á tiltekinni gerð hatta sem gyðingar í New York og Jerusamlem kaupa í þúsundavís á hverju ári. „Þeir [gyðingarnir] eru bókstaflega að halda okkur á floti," segir Miguel García Gutiérrez, 35 ára framkvæmdastjóri hattaframleiðandans, í viðtali við The New York Times um helgina.

Fernández y Roche er rógróið vörumerki, en framleiðslu undir vörumerkinu hófst fyrir 127 árum í Sevilla. Salan til gyðinganna vinnur á móti tapi á sölu ódýrari hatta á spænskum markaði en hann hefur hrunið á undanförnum árum, vegna efnahagserfiðleika þar í landi.

Ítarlega umfjöllun um þessi viðskipti má lesa hér á vefsíðu New York Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×