Viðskipti erlent

Dótturfyrirtæki REC gjaldþrota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrirtækið hugðist reisa verksmiðju í Þorlákshöfn.
Fyrirtækið hugðist reisa verksmiðju í Þorlákshöfn.
Sólarraforkufyrirtækið REC hefur ákveðið að lýsa dótturfyrirtæki sitt, sem rekið er í Noregi, gjaldþrota. Norska fyrirtækið skuldar sem samsvarar 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þeir segja að þeir hafi reynt að selja hluta fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild, en það hafi ekki gengið.

Fyrir fáeinum árum hafði REC áform um að reisa sólarkísilverksmiðju í Þorlákshöfn. Hætt var við þau áform árið 2008 og ákveðið að reisa hana í Kanada. Rætt hafði verið um að fyrirtækið fengi rösklega hundrað hektara lóð í Þorlákshöfn og starfsmenn yrðu um 300.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×