Færeyingar ætla sér umskipunarhöfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2012 12:15 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Þar sagði hann að Færeyingar yrðu að fara að búa sig undir auknar siglingar um Norðurhöf og kanna hvernig þeir gætu hagnast sem mest á þeim. Fram kom að stjórnvöld í Færeyjum væru þegar farin að vinna að þessu máli með því að greina ýmsa þætti, eins og að meta hvert umfang siglinganna gæti orðið. Fyrr í sumar hafði atvinnumálaráðherra Færeyja, Johan Dahl, einnig rætt þessa stefnumörkun opinberlega þegar hann lýsti því yfir að eyjarnar ættu að stefna að því að verða umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Færeysku ráðherrarnir láta ekki sitja við orðin tóm. Í júnímánuði tóku þeir málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem heimsótti Færeyjar. Áhuginn virðist vera gagnkvæmur því nú er sendiherra Kína í Danmörku staddur í fjögurra daga opinberri heimsókn í Færeyjum og má telja líklegt að þessi mál beri þar á góma. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Þar sagði hann að Færeyingar yrðu að fara að búa sig undir auknar siglingar um Norðurhöf og kanna hvernig þeir gætu hagnast sem mest á þeim. Fram kom að stjórnvöld í Færeyjum væru þegar farin að vinna að þessu máli með því að greina ýmsa þætti, eins og að meta hvert umfang siglinganna gæti orðið. Fyrr í sumar hafði atvinnumálaráðherra Færeyja, Johan Dahl, einnig rætt þessa stefnumörkun opinberlega þegar hann lýsti því yfir að eyjarnar ættu að stefna að því að verða umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Færeysku ráðherrarnir láta ekki sitja við orðin tóm. Í júnímánuði tóku þeir málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem heimsótti Færeyjar. Áhuginn virðist vera gagnkvæmur því nú er sendiherra Kína í Danmörku staddur í fjögurra daga opinberri heimsókn í Færeyjum og má telja líklegt að þessi mál beri þar á góma.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira