Körfubolti

Íslensku strákarnir skotnir í kaf gegn Ísrael | Myndasyrpa

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði 110-83 gegn Ísraelum í A-riðli undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í kvöld.

Ísraelar buðu til skotsýningar frá fyrstu mínútu og íslensku strákarnir sáu aldrei til sólar. Ísraelar settu niður fyrstu sjö skot sín fyrir utan þriggja stiga línuna og eins og gefur að skilja áttu okkar menn fá svör.

Hafa ber í huga að Ísraelar mættu særðir eftir tvö töp með minnsta mun í fyrstu tveimur leikjum sínum og ætluðu aldrei að gefa Íslendingum möguleika í Laugardalshöllinni.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í Laugardalshöllina og náði þessum myndum.



Mynd/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×