Viðskipti erlent

Nokia biðst afsökunar á auglýsingu

Skjáskot úr auglýsingunni.
Skjáskot úr auglýsingunni. mynd/Nokia
Raftækjaframleiðandinn Nokia hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að blekkja neytendur. Fyrirtækið gaf á dögunum út auglýsingu en því var haldið fram að hún hafi verið tekin upp á Lumia 920, nýjasta snjallsíma raftækjaframleiðandans.

Það var tæknifréttasíðan The Verge sem vakti athygli á málinu. Á einum tímapunkti í auglýsingunni sést myndatökumaður halda á SLR myndbandsupptökuvél.Nokia hefur nú birt tilkynningu þar sem beðist er afsökunar á málinu.



Málið þykir afar vandræðalegt fyrir finnska fyrirtækið enda hafa sérfræðingar lofað Lumia 920 snjallsímanum sem kynntur var í New York í gær.

Síðustu ár hefur Nokia barist um hlutdeild á snjallsímamarkaðinum. Þannig hefur fyrirtækið háð erfiða baráttu við tæknirisana Apple og Samsung. Því miður virðast fjárfestar ekki vera vongóðir því hlutabréf Nokia féllu um átta prósent í gær og önnur sex í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×