Mestu árásir tölvuþrjóta í sögunni á stórbanka í Bandaríkjunum 28. september 2012 07:03 Nokkrir stórbankar í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir umfangsmestu árásum tölvuþrjóta í sögunni. Vegna árásanna hafa heimasíður þessarar banka meir og minna lamast frá því í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðunni CNNMoney. Þar segir að fyrstu árásinni hafi verið beint gegn Bank of America en að síðan hafi tölvuþrjótarnir með skipulögðum hætti ráðist á JPMorgan Chase, Wells Fargo, U.S. Bank og PNC Bank. Heimasíða síðastnefnda bankans liggur enn niðri. Fram kemur á CNNMoney að algengt sé að tölvuþrjótar ráðist á heimasíður banka og reyni að brjótast inn í tölvukerfi bankana gegnum síðurnar. Því hafi bankarnir yfirleitt bestu varnir sem til eru gegn slíkum árásum. Að þessu sinni höfðu tölvuþrjótarnir hinsvegar betur. Tölvuþrjótarnir munu hafa notað fleiri þúsundir af öflugum netþjónum sem þeir beindu að bönkunum sem urðu fyrir árásunum. Svo virðist sem árásunum hafi eingöngu verið ætlað að slá út heimasíður bankanna en ekki til að reyna að komast inn í tölvukerfi þeirra. Þannig virkuðu greiðslukerfi þessara banka sem og hraðbankar þeirra á meðan á þessum árásum stóð. Ekki er vitað hver stóð að baki þessum árásum en einn sérfræðingurinn sem CNNMoney ræddi við til taldi þær koma frá Íran. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nokkrir stórbankar í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir umfangsmestu árásum tölvuþrjóta í sögunni. Vegna árásanna hafa heimasíður þessarar banka meir og minna lamast frá því í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðunni CNNMoney. Þar segir að fyrstu árásinni hafi verið beint gegn Bank of America en að síðan hafi tölvuþrjótarnir með skipulögðum hætti ráðist á JPMorgan Chase, Wells Fargo, U.S. Bank og PNC Bank. Heimasíða síðastnefnda bankans liggur enn niðri. Fram kemur á CNNMoney að algengt sé að tölvuþrjótar ráðist á heimasíður banka og reyni að brjótast inn í tölvukerfi bankana gegnum síðurnar. Því hafi bankarnir yfirleitt bestu varnir sem til eru gegn slíkum árásum. Að þessu sinni höfðu tölvuþrjótarnir hinsvegar betur. Tölvuþrjótarnir munu hafa notað fleiri þúsundir af öflugum netþjónum sem þeir beindu að bönkunum sem urðu fyrir árásunum. Svo virðist sem árásunum hafi eingöngu verið ætlað að slá út heimasíður bankanna en ekki til að reyna að komast inn í tölvukerfi þeirra. Þannig virkuðu greiðslukerfi þessara banka sem og hraðbankar þeirra á meðan á þessum árásum stóð. Ekki er vitað hver stóð að baki þessum árásum en einn sérfræðingurinn sem CNNMoney ræddi við til taldi þær koma frá Íran.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira