Golf

Verður Grafarholtsvelli lokað í tvö ár?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Grafarholtsvelli.
Frá Grafarholtsvelli. Mynd/Daníel
Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum.

Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur skipaði sérstaka "Framtíðarnefnd" um golfvöllinn í Grafarholti á fundi sínum í September 2010. Nefndin hefur það verkefni að móta til framtíðarstefnu fyrir golfvöllinn í Grafarholti og hvernig sé rétt að nálgast endurbætur á vellinum.

Tillaga nefndarinnar er að farið verði í heildaruppbyggingu á vellinum í Grafarholti og hann gerður að nýju að glæsilegasta golfvelli landsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2016-2018. Tvær grunntillögur hafa verið ræddar í nefndinni að framkvæmd verksins:

1. Endurbyggja golfvöllinn í Grafarholti frá grunni þar sem vellinum yrði lokað á meðan framkvæmdum stæði og allar flatir vallarins endurbyggðar, brautir lagaðar og jafnvel endurlagðar. Verkefnið tæki 12 - 24mánuði og ekki yrði leikið golf vellinum á meðan.

2. Endurbyggja valdar flatir vallarins, sléttabrautir og þess háttar, unnið eftir stefnu nefndarinnar og það unnið á lengri tíma þar sem einn verkþáttur væri unnin á hverju sumri.

Það hægt að sjá alla fréttina á Kylfingi með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×