Sló golfhögg þótt að björninn væri að horfa á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 15:45 Birnir eru stór og kraftmikil dýr. Ekki allir kylfingar gætu haldið ró og einbeitingu með slíkt dýr við hlið sér. Getty/ Joe Giddens Kylfingurinn Camdon Baker kallar ekki allt ömmu sína og það sést vel á nýju myndbandi sem hefur farið um samfélagsmiðla síðustu daga. Baker sést þá taka fram dræverinn og taka upphafshögg á holu. Ekkert óeðlilegt við það nema að rétt hjá honum situr björn og fylgist með. Björninn virðist vanur þessum aðstæðum og er greinilega líka búinn að læra það að halda kyrru fyrir á meðan slegið er. Strax eftir höggið þá hreyfir hann sig en fram að því „passar“ hann sig að trufla ekki kylfinginn. Baker var að spila á Rise Resort golfvellinum í Breska-Kólumbíu fylki í Kanada. Vallarstæðið er hátt uppi fyrir ofan Okanagan vatn og í beinni tengingu við náttúruna. Það þýðir ekki aðeins stór tré, vatn og mikinn hæðarmun á holum. Það þýðir einnig að villt dýr á svæðinu eru oft ekki langt í burtu. Hér fyrir neðan má sjá þetta upphafshögg. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Baker sést þá taka fram dræverinn og taka upphafshögg á holu. Ekkert óeðlilegt við það nema að rétt hjá honum situr björn og fylgist með. Björninn virðist vanur þessum aðstæðum og er greinilega líka búinn að læra það að halda kyrru fyrir á meðan slegið er. Strax eftir höggið þá hreyfir hann sig en fram að því „passar“ hann sig að trufla ekki kylfinginn. Baker var að spila á Rise Resort golfvellinum í Breska-Kólumbíu fylki í Kanada. Vallarstæðið er hátt uppi fyrir ofan Okanagan vatn og í beinni tengingu við náttúruna. Það þýðir ekki aðeins stór tré, vatn og mikinn hæðarmun á holum. Það þýðir einnig að villt dýr á svæðinu eru oft ekki langt í burtu. Hér fyrir neðan má sjá þetta upphafshögg. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira