Handbolti

Guðjón Valur: Hvít-Rússar ekki neinir bjánar

Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Alexander Petersson í leiknum í kvöld.
Alexander Petersson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Hinn nýi landsliðsfyrirliði Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson, spilaði glimrandi vel í kvöld og var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Aroni Pálmarssyni með ellefu mörk.

"Ég er ánægður með átta marka sigur," sagði Guðjón Valur og staldraði við. Var því eðlilega spurt hvað annað hann væri ánægður með?

"Við megum ekki vera í einhverri neikvæðni þó svo þetta hafi verið upp og ofan. Það sást alveg í þessum leik að Hvít-Rússar eru ekki neinir bjánar. Það er fullt af frambærilegum mönnum í liðinu og erfitt að eiga við þá í vörninni. Við áttum stundum í erfiðleikum með þá," sagði Guðjón.

"Við fengum auðvitað ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn. Það náðist þó átta marka sigur sem gæti reynst gulls ígildi á endanum. Verðum bara í Pollýönnu-leiknum og höldum öllu góðu og jákvæðu," sagði Guðjón og glotti við tönn.

"Byrjunin var erfið en svo náðum við góðu taki á þeim. Þá förum við að hiksta en komum svo inn aftur og klárum með stæl."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×