Óspennandi spennusaga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. nóvember 2012 11:38 Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Rof Ragnar Jónasson Veröld Ragnar Jónasson hefur átt ágætis spretti í sögum sínum af lögreglumanninum Ara sem iðkar störf sín á Siglufirði. Í Snjóblindu og Myrknætti náði hann sér vel á flug, fléttaði saman spennandi sakamálum og sögum af persónum sem vöktu áhuga lesandans. Því miður skortir á þetta í nýjustu bók hans, sem ber titilinn Rof. Sagan er tvíþætt. Annars vegar segir frá ungu pari í Reykjavík sem lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að barni konunnar er rænt. Inn í þá atburðarás fléttast atburðir úr fortíðinni og hulunni er svipt af myrkum leyndarmálum. Á Siglufirði situr Ari í sóttkví, en banvæn pest hefur skotið sér niður í bænum sem er í einangrun. Tímann notar hann til að garfa í gamalli ráðgátu úr Héðinsfirði. Fréttakonan Ísrún, sem glímir við sín vandamál, kemur síðan að báðum málunum. Rof vantar alla spennu, sem er bagalegt í spennusögu. Ragnari mistekst að krækja í lesandann og fá hann til að fletta áfram, nokkuð sem hann hefur gert með ágætum áður. Þá er ýmislegt í bókinni heldur óraunhæft, sem þarf ekki að vera vont í íslenskum spennusögum. Það stingur hins vegar í stúf við annað í bókinni. Hver mundi til dæmis halda því leyndu fyrir kærustu sinni að ókunnur maður sé á ferli á heimili ykkar um miðjar nætur? Ragnar hefur sýnt að hann getur búið til spennandi fléttur, en það tekst því miður ekki hér. Stílinn mætti bæta, en hann er á köflum full formlegur. Dæmi um það er þegar Ísrún liggur og veltir "meintum" glæpum einhvers fyrir sér. Kannski hugsa lögfræðingar þannig einir með sjálfum sér, en trauðla aðrir. Niðurstaða: Bókin nær sér ekki á flug og lítil spenna er fólgin í þeim málum sem glímt er við.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira