Körfubolti

Þrír sigrar í röð hjá Þórsurum - Smith með 46 stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darri Hilmarsson.
Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel
Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp að hlið Grindavíkur og Stjörnunnar í 2. til 4. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir níu stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 92-83. Þórsliðið var að vinna sinn þriðja leik í röð þar af annan sigurinn á aðeins þremur dögum því liðið vann KR á heimavelli á miðvikdagskvöldið.

Benjamin Curtis Smith var gjörsamlega óstöðvandi hjá Þór í leiknum en hann skoraði 46 stig á 40 mínútum. Smith hitti úr 15 af 25 skotum sínum þar af 7 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fjölnismenn bitu frá sér framan af leik, voru 24-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og náðu mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 31-21. Þórsarar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig fyrir hálfeik, 50-47, og tóku síðan völdin í seinni hálfleiknum.

Fjölnisliðið byrjaði vel í vetur en hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið er eins og er í 8. sæti deildarinnar með sex stig.



Þór Þ.-Fjölnir 92-83 (21-24, 26-26, 24-18, 21-15)

Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 46/10 fráköst, Darrell Flake 23/11 fráköst, David Bernard Jackson 11/6 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Baldur Þór Ragnarsson 3/10 stoðsendingar.

Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 21/15 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16, Jón Sverrisson 11/8 fráköst, Árni Ragnarsson 11/4 fráköst, Paul Anthony Williams 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Gunnar Ólafsson 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×