Handbolti

PSG spilar líklega sýningarleik í Köben

Róbert í leiik með PSG.
Róbert í leiik með PSG.
Danskir handboltaáhugamenn fá eitthvað fyrir sinn snúð í desember en þá kemur nýjasta ofurlið Evrópu, franska liðið PSG, væntanlega til Danmerkur og spilar sýningarleik við KIF Kolding Köbenhavn.

Danska félagið er að reyna að setja leikinn á þann 9. desember. Kaupmannahafnarbúar misstu sitt ofurlið, AG, í sumar er það fór á hausinn en handboltaáhuginn hafði aukist mikið þökk sé AG. Það á að reyna að viðhalda þeim áhuga í Köben.

Stærsta stjarna danska handboltans, Mikkel Hansen, leikur með PSG og mun því leika á sínum gamla heimavelli, Bröndby Hallen, verði af leiknum eins og flest bendir til.

Forráðamenn danska liðsins efast ekki um að það verði auðvelt að selja alla miða á leikinn.

Landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson leika með PSG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×