Körfubolti

Harlem Globetrotters kemur til Íslands

Leikmenn Harlem Globetrotters.
Leikmenn Harlem Globetrotters. Mynd/AFP
Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag á Íslandi í maí en þessir körfuboltasnillingar ætla að mæta í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí 2013.

Harlem Globetrotters hafa ennfremur fengið Sollu Stirðu og Íþróttaálfinn frá Latabæ til að hita upp gesti sína þennan dag. "Globe" mun líka halda uppi fjörinu i Kaplakrika en fjörið hefst klukkan 14.00.

Þetta verður i fjórða skipti sem Harlem-liðið kemur til landsins en í síðustu heimsókn þeirra hingað til lands árið 2002 komu um það bil tólf þúsund áhorfendur um allt land til að skemmta sér með þeim.

Í þetta skiptið verða sérstök V.I.P sæti einnig seld á sýninguna i Kaplakrika en þar eru áhorfendur nánast inn á vellinum og fá því að upplifa alla stemmninguna í návígi.

Sala miða hefst á www.midi.is 5. desember næstkomandi og hver veit nema að einhverjir miðar rati í jólapakkann í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×