Golf

Brosandi Beljan vann Disney-mótið

Beljan kann að fagna. Hann lyftir hér sjö mánaða gömlum syni sínum eftir sigurinn.
Beljan kann að fagna. Hann lyftir hér sjö mánaða gömlum syni sínum eftir sigurinn.
Kylfingurinn Charlie Beljan átti dramatíska helgi á Disney-mótinu í golfi. Hann var borinn út á sjúkrabörum eftir annan hringinn en tókst samt að vinna mótið.

Beljan er nýliði á PGA-mótaröðinni og hann fékk svo svakalegt hræðslukast eftir annan hringinn að hann hélt að hjartað væri á leið úr líkamanum.

Það var mikið undir hjá honum. Ef hann hefði ekki náð góðum árangri á mótinu hefði hann misst keppnisleyfið sitt á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum tryggði hann sig inn á mótaröðina í tvö ár.

"Draumar rætast hjá Disney. Það er staðfest," sagði brosandi Beljan eftir keppnina.

Hann brosti ekki mikið á spítalanum þegar hann var þar með allt of háan blóðþrýsting. Hann svaf aðeins í klukkutíma fyrir þriðja hringinn og óttaðist allan hringinn að hann fengi annað kast.

Í gærmorgun var honum illt í maganum og með svima eftir allt álagið. Engu að síður tókst honum að spila frábærlega og vinna mótið. Magnað afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×