Viðskipti erlent

Apple í hart við Samsung

MYND/AFP
Barátta tæknirisanna Apple og Samsung virðist engan endi ætla að taka. Apple hefur nú bætt sex nýlegum spjaldtölvum og snjallsímum Samsung á lista yfir raftæki sem sögð eru brjóta á hugverkarétti.

Mál Apple, sem rekið er fyrir dómstólum í Kaliforníu, tekur nú til nær allra raftækja sem Samsung selur í Bandaríkjunum.

Þannig telur Apple að snjallsímarnir Galaxy S III, Galaxy Note II og Galaxy S III Mini, brjóti á einkarétti fyrirtækisins. Hið saman má segja um spjaldtölvurna.

Samsung hefur höfðað svipað á mál á hendur Apple og hefur tiltekið nokkrar vöru, þar á meðal eru iPad Mini, fjórða og fimmta kynslóð iPad og iPod Touch.

Síðasta sumar var Samsung gert að greiða Apple einn milljarð dollara, eða það sem nemur um 120 milljörðum króna, í skaðabætur fyrir brot á hugverkarétti.

Ljóst er að Apple vill endurtaka leikinn og einblína nú á nýjustu vörur Samsung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×