Viðskipti erlent

Styrkir ESB til danska bænda lækka um tugi milljarða

Útlit er fyrir að danskir bændur muni tapa um 2,6 milljörðum danskra kr. eða um 56 milljörðum kr. á ári vegna niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þetta tap verði staðreynd ef hugmyndir Herman Van Rompuy forseta Evrópusambandsins um niðurskurð í fjárlögum sambandsins verða samþykktar.

Þessar hugmyndir fela m.a. í sér að landbúnaðarstyrkir til danskra bænda verða skornir niður um allt að 39% frá því sem nú er. Danskir mjólkurbændur gætu tapað allt að 53% af sínum styrkjum fram til ársins 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×