Viðskipti erlent

Boeing aftur orðinn stærsti flugvélaframleiðandi heimsins

Flugvélaframleiðandinn Boeing, sem nýlega samdi við Icelandair um sölu á 12 nýjum farþegaþotum, er á leiðinni að ná stöðu sinni á ný sem stærsti flugvélaframleiðandi heimsins.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að það sem af er árinu hafi Boeing selt 537 flugvélar en Airbus 516 vélar.

Sérfræðingar telja að Boeing muni síðan halda stöðu sinni sem stærsti flugvélaframleiðandi heimsins á næstu árum, einkum vegna 787 véla sinna sem ganga undir nafninu Dreamliner. Svar Airbus við Dreamliner, það er Airbus A350, komi ekki á markaðinn fyrr en um miðjan þennan áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×