Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu er á uppleið að nýju eftir helgina. Verðið á Brent olíunni er að ná 112 dollurum á tunnuna og bandaríska léttolían er komin yfir 89 dollara á tunnuna. Fyrir helgina stóð tunnan af Brent olíunni í rúmum 110 dollurum.

Á vefsíðunni forexpros segir að það sem valdi þessum hækkunum nú séu einkum hagstæðar efnahagstölur frá Kína hvað varðar framleiðslu- og þjónustugeira landsins. Þessar tölur þykja benda til að uppsveifla sé í gangi að nýju í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×