Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar í Danmörku

Gjaldþrotum fyrirtækja fer fækkandi í Danmörku þótt efnahagslífið í landinu sé enn ekki að ná sér á strik eftir fjármálakreppuna sem hófst árið 2008.

Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að alls urðu 574 fyrirtæki gjaldþrota í nóvember en það er minnstri fjöldi þeirra síðan í nóvember árið 2009. Í nóvember í fyrra urðu 663 fyrirtæki gjaldþrota og í nóvember árið 2010 voru þau 703 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×