Viðskipti erlent

Instagram: „Við munum ekki selja myndirnar ykkar“

Kevin Systrom, í Instagram.
Kevin Systrom, í Instagram. MYND/INSTAGRAM/AFP
Kevin Systrom, annar stofnenda Instagram samskiptasíðunnar, segir það vera af og frá að Instagram reyni að selja eða dreifa ljósmyndum notenda án þeirra samþykkis.

Instagram birti í gær breytingar á notendaskilmálum sínum. Þar kom blákalt fram að samskiptasíðan áskildi sér rétt til að selja ljósmyndir notenda sinna án þess að láta þá vita.

Kevin segir að orðalag breytinganna sé ekki nægilega skýrt. Í yfirlýsingu frá honum kemur fram að tilgangur breytinganna hafi verið sá að auðvelda notendum að nálgast efni sem aðrir notendur hafa dreift eða „lækað."

Instagram mun á næstu dögum birta nýja notendaskilamála.

Viðbrögð við breytingunum voru vægast sagt neikvæð. Fjölmargir notendur lýstu yfir óánægju sinni með því að segja skilið við þjónustu Instagram og hlaupa í fangið á helsta keppinaut samskiptasíðunnar, Flickr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×