Handbolti

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar.
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. fésbókarsíða Björgvins.
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Björgvin skrifar eftirfarandi texta á fésbókarsíðu sína:

„Eins og margir vita þá er hinn mikli HK-ingur og félagi Bjarki Már Sigvaldasson að berjast við erfið veikindi og þarf á ykkar stuðning að halda. Ég hef ákveðið að hefja uppboð á landsiðstreyjunni minni frá Ólympíuleiknum í sumar og sá með bíður hæst eignast treyjuna og mun sú upphæð renna til Bjarka en framundan hjá honum eru kostnaðarsamar meðferðir. Þið sem viljið bjóða í treyjuna megið endilega senda mér skilaboð á Facebook (á mína persónulegu síðu eða á FAN-síðuna mína) um hversu háa upphæð þið eruð tilbúinn að láta af hendi. Vil einnig minna á styrktarreikning Bjarka sem að vinir hans í meistaraflokknum stofnuðu : 536-14-400171, kt. 630981-0269. Þið megið endilega deila þessari mynd til þess að vekja enn meiri athygli á málefninu."


Tengdar fréttir

HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka

Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×