Viðskipti erlent

Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði

Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna.

Sá sem seldi píanóið var japanskur safnari en salan var í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá fumsýningu myndarinnar.

Með aðalhlutverkin í myndinni fóru þau Humphrey Bogart og Ingrid Bergman en persónan Sam sem lék á píanóið, þar á meðal lagið As Times Goes By, var leikin af Dooley Wilson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×