Handbolti

Óskar Bjarni tekur við kvennaliði Viborg

Óskar Bjarni í leik með Val.
Óskar Bjarni í leik með Val.
Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Viborg út leiktíðina 2014. Hann mun að sama skapi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins félagsins.

Þessi ráðning lá í loftinu í gær er tilkynnt var að Viborg ætlaði að draga liðið úr úrvalsdeild og byrja upp á nýtt í neðri deildum með heimamenn. Ekki fengust nægir peningar í karlaliðið til þess að halda því gangandi.

"Ég verð samt viðloðandi karlaliðið eitthvað áfram og mun hjálpa þeim í gegnum breytingarnar. Það er leikur hjá þeim annað kvöld þar sem ég mun stýra liðinu. Svo mun ég færa mig yfir í að þjálfa eingöngu kvennaliðið smám saman í þessum mánuði," sagði Óskar Bjarni við Vísi en nánar verður rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.

Viborg er eitt af stórveldum kvennahandboltans í Evrópu. Liðið hefur 13 sinnum orðið danskur meistari. Þrisvar sinnum hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu og síðast árið 2010. Þá vann liðið bæði deildina heima og Evrópukeppnina.

Viborg er kvennafélag og leikmenn kvennaliðsins flestir atvinnumenn, ólíkt karlaliðinu. Óskar er að fara í mikið pressustarf enda var þáverandi þjálfari liðsins rekinn þó svo liðið væri á toppi dönsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×