Viðskipti erlent

Bankia er minna en einskis virði

Magnús Halldórsson skrifar
Bankia er í slæmum málum, svo ekki sé meira sagt.
Bankia er í slæmum málum, svo ekki sé meira sagt.
Virði stærsta banka Spánar, Bankia, er talið vera neikvætt um 4,2 milljarða evra, eða sem nemur um 680 milljörðum króna. Eigið fé bankans er neikvætt um fyrrnefnda fjárhæð, samkvæmt gögnum frá sérstökum björgunarsjóði fyrir bankakerfi Spánar, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í frétt um málið.

Bankakerfi Spánar stendur höllum fæti, og hefur þegar gengið í gegnum gríðarlega mikla endurskipulagningu, sem ekki sér fyrir endann á enn. Þannig hefur héraðsbönkum og sparisjóðum fækkað úr 47 í 13 á skömmum tíma, auk þess sem stærstu bankar landsins hafa verið sameinaðir.

Sjá má frétt BBC um vanda Bankia hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×