Handbolti

Hombrados vill komast í formannssætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Javier Hombrados og Arpad Sterbik.
Jose Javier Hombrados og Arpad Sterbik. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Javier Hombrados er einn frægasti handboltamaður Spánverja í gegnum tíðina enda hefur hann varið mark spænska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Hombrados lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í London en vill nú komast í formannsstólinn hjá spænska sambandinu.

Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir framboði Jose Javier Hombrados en núverandi formaður, Juan de Rios Roman, er að hætta þegar kjörtímabil hans rennur út á næsta ári.

Roman mun enda formannstíð sína með því að halda HM á Spáni sem hefst í næsta mánuði.

Jose Javier Hombrados er enn að spila með liði Atletico Madrid sem varð Heimsmeistari félagsliða á dögunum. Hombrados verður 41 árs gamall í apríl en hann hefur verið hjá BM Ciudad Real/BM Atlético de Madrid frá 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×