Viðskipti erlent

Stofnandi Go Pro orðinn milljarðamæringur eftir sölu

Magnús Halldórsson skrifar
Nickolas Woodman, stofnandi Go Pro, sést hér á brimbretti, en myndin er tekin með Go Pro vél. Mynd/vefsíða Go Pro
Nickolas Woodman, stofnandi Go Pro, sést hér á brimbretti, en myndin er tekin með Go Pro vél. Mynd/vefsíða Go Pro
Raftækjaframleiðandinn Foxconn frá Tævan gekk á þriðjudaginn frá kaupum á 8,8 prósent hlut í myndavélafyrirtækinu Woodman Labs, fyrir 200 milljónir dala, jafnvirði um 25,4 milljarða króna. Fyrirtækið framleiðir vinsælar myndavélar fyrir útvist og íþróttaiðkun, meðal annars snjóbretti og brimbretti, sem kallast Go Pro.

Heildarvirði fyrirtækisins er því metið á 2,25 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 300 milljörðum króna. Eigandi fyrirtækisins að stærstu leyti er stofnandinn Nicholas Woodman, 36 ára Bandaríkjamaður. Go Pro myndavélarnar þykja afburðagóðar, þó litlar séu.

Sjá má umfjöllun Forbes um þess sölu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×