Viðskipti erlent

Bankar felldu niður skuldir

Fjármálaráðherra Grikklands hefur staðið í ströngu.
Fjármálaráðherra Grikklands hefur staðið í ströngu. nordicphotos/AFP
Gríska stjórnin losnaði í gær á einu bretti við nærri 89 milljarða evra af alls 368 milljarða skuld ríkisins þegar fjármálafyrirtæki skiptu á skuldabréfum í staðinn fyrir önnur, sem eru helmingi minna virði og að auki með mun lengri afborgunartíma.

Á næstu vikum verður 28,5 milljörðum evra skuldbreytt í viðbót, þannig að alls hafi gríska ríkið þá losnað við 105 milljarða evra af skuldum sínum.

Skuldbreytingin er liður í fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Grikkland, sem í næstu viku þarf að greiða stórar afborganir sem hún annars gæti ekki ráðið við.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×