Viðskipti erlent

Prótein sem veldur skalla

með skalla Vísindamenn hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Nordicphotos/getty
með skalla Vísindamenn hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Nordicphotos/getty
Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Verið er að þróa lyf sem geta mögulega komið í veg fyrir hármissi byggt á niðurstöðunum sem voru birtar í tímaritinu Science Translational Medicine. Í kjölfarið væri hægt að búa til krem við skalla. Flestir menn byrja að fá skalla um miðjan aldur og um áttatíu prósent manna byrja að missa hárið fyrir sjötugt, samkvæmt frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×