Leiðtogar funda á ný um skuldavanda 28. júní 2012 06:45 Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, og forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, komu til fundar við fréttamenn í Brussel í gær. nordicphotos/afp Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Á fundinum verður rætt um skýrslu sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claud Juncker, yfirmaður evruhópsins og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hafa gert. Í henni er lagt til að Evrópusambandið fái endanlegt vald yfir fjárlögum evruríkjanna og að eftirlit með fjármálageiranum verði sameiginlegt. Leiðtogarnir munu skoða ráð til þess að takast á við skuldavanda ríkjanna sjálfra, skuldavanda banka, hjálpa Grikklandi og örva hagvöxt í álfunni. Skuldir einstakra ríkja eru gríðarlegar og lánakostnaður þeirra gæti því fljótt orðið þeim óbærilega mikill. Sem kunnugt er hafa Írar, Portúgalar og Grikkir þegar fengið björgunarlán vegna hárra opinberra skulda og Spánn til þess að bjarga bönkum. Kýpur varð svo í gær fimmta ríkið til þess að fá björgunarlán. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í yfirlýsingu í gær að teymi yrði sent til Kýpur innan skamms til að kanna aðstæður. Ef fleiri ríki þurfa á björgunarlánum að halda, til dæmis Ítalía, gæti það reynst Evrópu erfitt. Ein tillaganna sem hafa verið skoðaðar er útgáfa sérstakra evruskuldabréfa, svo ríkin á evrusvæðinu deili ábyrgðinni á skuldum hinna verst settu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið mótfallin þessu og ítrekaði þá skoðun sína í neðri deild þýska þingsins í gær. Þá hefur verið til skoðunar að búa til sérstakan tryggingarsjóð fyrir fjármagnseigendur til þess að koma í veg fyrir að þeir taki peninga sína úr bönkum sem eiga í vanda. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að tillögur sem samþykktar verða á fundinum muni einfaldlega ekki duga til. Þær verði ekki nógu fljótvirkar eða nógu róttækar til að takast á við vandann. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Á fundinum verður rætt um skýrslu sem Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claud Juncker, yfirmaður evruhópsins og Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hafa gert. Í henni er lagt til að Evrópusambandið fái endanlegt vald yfir fjárlögum evruríkjanna og að eftirlit með fjármálageiranum verði sameiginlegt. Leiðtogarnir munu skoða ráð til þess að takast á við skuldavanda ríkjanna sjálfra, skuldavanda banka, hjálpa Grikklandi og örva hagvöxt í álfunni. Skuldir einstakra ríkja eru gríðarlegar og lánakostnaður þeirra gæti því fljótt orðið þeim óbærilega mikill. Sem kunnugt er hafa Írar, Portúgalar og Grikkir þegar fengið björgunarlán vegna hárra opinberra skulda og Spánn til þess að bjarga bönkum. Kýpur varð svo í gær fimmta ríkið til þess að fá björgunarlán. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í yfirlýsingu í gær að teymi yrði sent til Kýpur innan skamms til að kanna aðstæður. Ef fleiri ríki þurfa á björgunarlánum að halda, til dæmis Ítalía, gæti það reynst Evrópu erfitt. Ein tillaganna sem hafa verið skoðaðar er útgáfa sérstakra evruskuldabréfa, svo ríkin á evrusvæðinu deili ábyrgðinni á skuldum hinna verst settu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur verið mótfallin þessu og ítrekaði þá skoðun sína í neðri deild þýska þingsins í gær. Þá hefur verið til skoðunar að búa til sérstakan tryggingarsjóð fyrir fjármagnseigendur til þess að koma í veg fyrir að þeir taki peninga sína úr bönkum sem eiga í vanda. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að tillögur sem samþykktar verða á fundinum muni einfaldlega ekki duga til. Þær verði ekki nógu fljótvirkar eða nógu róttækar til að takast á við vandann. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira