Rokk og raftaktar Trausti Júlíusson skrifar 6. september 2012 00:01 Dirty Beaches er hugarfóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. fréttablaðið/vilhelm Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira