Handbolti

Hans Lindberg markahæstur í stórsigri Dana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danska handboltalandsliðið lenti í miklum vandræðum með Túnis í gær en sýndi styrk sinn í dag með því að vinna 17 marka sigur á Svarfjallalandi, 38-21, á Totalkredit æfingamótinu sem fram fer í Danmörku.

Danir voru með mikla yfirburði í leiknum og þegar komnir með 11 marka forskot í hálfleik, 18-7. Það sýnir kannski breiddina í danska liðinu að bæði Mikkel Hansen og Bo Spellerberg hvíldu í leiknum í dag.

Hans Lindberg, sem á íslenska foreldra, var markahæstur í danska liðinu í kvöld með átta mörk en hann var einnig markahæstur í nauma sigrinum á Túnis á föstudagskvöldið.

Danir mæta Slóvenum á morgun í lokaleik sínum í mótinu en þeir eru með íslenska landsliðinu í riðli á HM á Spáni sem hefst um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×