Handbolti

Alfreð hjá Kiel til 2017

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Gíslason hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Kiel sem gildir til ársins 2017.

Þetta staðfesti hann í samtali við staðarblaðið Kieler Nachrichten í dag.

„Ég elska handbolta. Og sem þjálfari er ekki hægt að vera á betri stað en hjá THW. Þetta er mjög sérstakt félag. Ég vil spila um fleiri titla og Kiel hentar best til þess," er haft eftir Alfreð.

„Við vildum koma þessum málum á hreint svo að leikmenn okkar viti með hverjum þeir komi til með að vinna á næstu árum," sagði Klaus Elwardt, framkvæmdarstjóri Kiel.

Alfreð kom til Kiel árið 2008 en félagið hefur síðan þá orðið Þýskalandsmeistari þrisvar, bikarmeistari þrisvar og Evrópumeistari tvisvar. Kiel vann þrefalt síðastliðið vor og varð deildarmeistari í Þýskalandi án þess að tapa einu einasta stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×