Viðskipti erlent

Aldrei verið fleiri austurevrópskir verkamenn í Danmörku

Fjöldi verkamanna frá Austur Evrópu hefur aldrei verið meiri í Danmörku. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá vinnumálastofnun landsins.

Þar segir að rúmlega 54.500 verkamenn frá ríkjum í Austur Evrópu hafi verið skrásettir í vinnu í Danmörku á síðasta ári. Þeim fjölgaði um 15% frá árinu áður.

Þessir verkamenn, og konur, vinna að mestu í hreingerningum, byggingariðnaðinum og við landbúnaðarstörf.

Í frétt á vefsíðu avisen segir að danska verkalýðshreyfingin hafa miklar áhyggjur af fjölgun þessara verkamanna enda er atvinnuleysi með danskra verkamanna töluvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×