Viðskipti erlent

iPotty: Snjall-koppurinn mættur til leiks

iPotty
iPotty MYND/AP
Öll helstu tæknifyrirtæki veraldar kynntu nýjustu vörur sínar á CES tækniráðstefnunni í Bandaríkjunum á dögunum. Nokkrar vörur hafa þó vakið sérstaka athygli.

Þar á meðal er snjall-koppurinn, eða iPotty. Þessi undarlega uppfinning er ætluð foreldrum sem eiga í vandræðum með að venja börn sín á að nota klósettið. Hægt er að smella iPad-spjaldtölvu á koppinn.

Þeir sem hafa áhuga á iPotty munu geta keypt eintak í gegnum vefverslun Amazon. Hvert stykki kostar um fimm þúsund krónur.

MYND/AP
Áhugamenn um þungarokk fengu síðan veglegan glaðning á ráðstefnunni. Rokkhljómsveitin Motorhead kynnti sérstök heyrnartól til sögunnar sem eru sérhönnuð fyrir þá sem hlustað hafa um of á þungarokkið.

„Þessi heyrnartól eru sem sniðin að þörfum þungarokkara. Heyrn þeirra er nú þegar skemmd, þeir ættu því að kaupa þessi hér," sagði Lemmy, forsprakki Motorhead.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×