Viðskipti erlent

Fundu risavaxið olíusvæði í ástralskri eyðimörk

Ástralska orkufyrirtækið Linc Energy segist hafa fundið risavaxið olíusvæði í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu.

Talið er að olíulindir sem þar megi vinna geti gefið af sér á bilinu 133 til 233 milljarða tunna af olíu. Verðmæti þessarar olíu gæti því orðið á við 30 falda stærð norskra olíusjóðsins.

Í frétt um málið í Dagbladet í Noregi segir að ef tölur Linc Energy standast þýðir það að Ástralía fer úr því að vera eitt mesta innflutningsland á olíu í Asíu yfir í að verða einn af stærstu útflytjendum á olíu í heiminum.

Hlutabréf í Linc Energy hækkuðu um 30% í verði þegar olíufundurinn var tilkynntur fyrir helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×