Viðskipti erlent

Verð á gasolíu í Rotterdam ekki verið hærra í áratugi

Meðalverðið á gasolíu á Rotterdammarkaði í fyrra nam 945 dollurum á tonnið og hefur ekki verið hærra í áratugi. Til samanburðar var meðalverð ársins á undan 918 dollarar á tonnið.

Í umfjöllun á vefsíðu LÍÚ segir að verð á gasolíu hækkaði því jafnt og þétt allt árið í fyrra en íslensku flotinn keyrir á þessari olíu. Á síðari árum fór verðið lægst niður í tæplega 117 dollara á tonnið árið 1998.

Ástæða þessara hækkana má einkum rekja til aukinnar eftirspurnar vegna efnahagsuppbyggingar í Kína og öðrum Asíulöndum, að því er segir á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×