Handbolti

Ólafur með þrjú í æfingaleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Flensburg, hafði betur gegn Kolding-Kobenhavn, toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, í æfingaleik í gær.

Flensburg vann fjögurra marka sigur, 29-25, en leikið var í Randers þar sem mikill áhugi var fyrir leiknum. 3200 áhorfendur mættu á leikinn þar sem dönsku landsliðsmönnunum Anders Eggert og Lasse Svan Hansen, leikmönnum Flensburg, var vel fagnað.

Arnór Atlason er einnig á mála hjá Flensburg en hann er frá vegna meiðsla og er ekki búist við því að hann verði klár fyrr en í maí næstkomandi.

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni fer aftur af stað eftir helgi en þar er Flensburg í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, fimm stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×