Handbolti

Entrerrios frábær í jafntefli Nantes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson.
Gunnar Steinn Jónsson. Mynd/Valli
Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes í kvöld þegar liðið gerði 30-30 jafntefli á útivelli á móti Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes vann upp þriggja marka forskot á lokakafla leiksins.

Alberto Entrerrios, nýkrýndur heimsmeistari með Spánverjum, fór á kostum hjá Nantes í leiknum og skoraði 11 mörk úr 16 skotum en hann var valinn í úrvalsliðið á HM í handbolta á dögunum.

Gunnar skoraði 1 mark úr 4 skotum en eina markið hans jafnaði metin í 16-16 í upphafi seinni hálfleiks.

HBC Nantes er á fram í fimmta sæti deildarinnar en lið Chambéry Savoie er þremur stigum ofar í þriðja sætinu. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir HM-frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×