Viðskipti erlent

Nær 200 vínbændur verða að hætta búskap í Beaujolais

Allar líkur eru á að tæplega 200 vínbændur í héraðinu Beaujolais í Frakklandi verði að hætta búskap og selja jarðir sínar.

Ástæðan er sú að haustuppskeran í fyrra brást vegna veðurs. Uppskera fyrrgreindra bænda nam aðeins 30% af uppskerunni í meðalári. Þetta þýðir að vínbændurnir hafa ekki fjármagn til þess að fleyta sér fram að næstu uppskeru í haust.

Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir flesta vínbændur í Frakklandi og víðar í Evrópu vegna veðurs. Vetrinum lauk seint og kuldi ríki langt frameftir vorinu. Síðan tók við óvenju votvirðasamt sumar með stöku hagléljum sem stórskemmdu vínekrurnar.

Flestir vínbændur í Frakklandi segja uppskeru sína hafa rýrnað um 35-45% miðað við eðlilegt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×