Handbolti

Gulldén um Óskar Bjarna: Spennandi tímar framundan með nýja þjálfaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Isabelle Gulldén.
Isabelle Gulldén. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sænska landsliðskonan Isabelle Gulldén hefur framlengt samning sinn við danska liðið Viborg og lýst afar vel á nýja þjálfara liðsins, Íslendinginn Óskar Bjarna Óskarsson. Óskar Bjarni tók við kvennaliði félagsins á dögunum.

Isabelle Gulldén er leikstjórnandi og algjör lykilmaður hjá bæði Viborg og sænska landsliðinu. Þetta eru því mjög góðar fréttir fyrir Óskar Bjarna og kvennalið Viborg HK.

„Ég hef haft það gott hérna og maður á vera þar sem manni líður vel. Ég er enn ung og á mörg góð ár eftir. Þetta snérist um að vera þar sem ég fæ góða þjálfun og hef góða möguleika til að bæta mig. Það fæ ég allt í Viborg HK og það eru spennandi tímar framundan undir stjórn nýja þjálfarans okkar," sagði Isabelle Gulldén í fréttatilkynningu um nýja samninginn.

Isabelle Gulldén hefur verið með Viborg HK síðan 2011 en nýi samningurinn nær til sumarsins 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×