Viðskipti erlent

Sjötti stærsti banki Litháen er gjaldþrota

Ukio bankinn, sjötti stærsti banki Litháens var lýstur gjaldþrota í gærkvöldi. Jafnframt er hafin rannsókn á meintu peningaþvætti bankans.

Ukio bankinn er að meirihluta í eigu rússneska athafnamannsins Vladimir Romanoff en hann er þekktur fyrir áhuga sinn á íþróttum. Romanoff á bæði skoska knattspyrnufélagið Hearts og körfuknattleiksliðið Zaligiris í Litháen.

Fram kemur í tilkynningu frá seðlabanka Litháen að skiptastjóri hafi verið skipaður yfir þrotabú Ukio bankans og að sá hafi heimild til að ræða við annan banka um yfirtöku á starfsemi Ukio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×