Handbolti

Handknattleiksmaður lést í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dahmani er fyrir miðri mynd.
Dahmani er fyrir miðri mynd.
Noureddine Dahmani, fyrrum landsliðsmaður í handbolta frá Túnis, lést eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik í frönsku C-deildinni í handbolta um helgina.

Dahmani lenti í samstuði við annan leikmann og féll harkalega í gólfið, með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka á höfði og í bakinu.

Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur en atvikið gerðist á 41. mínútu leiksins. Þar mættust HB Bagnols Marcoule, sem Dahmani lék með, og AS Fontaine Handball.

Dahmani spilaði með landsliði Túnis á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hann starfaði einnig sem þjálfari yngri flokka hjá félagsliði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×