Körfubolti

Axel og félagar unnu liðið hans Kotila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason.
Axel Kárason.
Axel Kárason skoraði tíu stig þegar Værlöse BBK vann þriggja stiga heimasigur á lærisveinum Geof Kotila í FOG Næstved, 85-82, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var sjötti sigur Værlöse í níu leikjum á árinu 2013 en liðið er áfram í áttunda sæti deildarinnar.

Geof Kotila er okkur Íslendingum vel kunnur síðan að hann þjálfaði Snæfell í Stykkishólmi. FOG Næstved er í fimmta sæti dönsku deildarinnar.

Axel hitti úr 4 af 5 skotum sínum, 2 af 3 fyrir utan þriggja stiga línuna, og var með sjö fráköst á 32 mínútum þar af fjögur þeirra í sókninni.

Værlöse var tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en liðsmenn Næstved sótti að Axel og félögum undir lokin. Axel gat ekki klárað leikinn því hann fékk sína fimmtu villu í lok leiksins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×