Handbolti

Sverre áfram hjá Grosswallstadt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Sverre Andreas Jakobsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt.

Sverre greindi frá því sjálfur á Facebook-síðu sinni en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2009.

Hann er 35 ára gamall og spilaði einnig sem atvinnumaður með Gummersbach frá 2006 til 2008. Hann hefur spilað með KA, HK, Aftureldingu, Fram og HK hér á landi.

Þá hefur Sverre verið lykilmaður í varnarleik íslenska landsliðiðinu undanfarin ár og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 auk þess sem hann var í bronsliðinu á EM 2010.

Grosswallstadt á í mikilli fallbaráttu þetta tímabilið en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Rúnar Kárason er einnig á mála hjá liðinu og er nýbyrjaður að spila eftir langvarandi meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×