Viðskipti erlent

Forsvarsmenn Barclays afvegaleiddu hluthafa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsvarsmenn breska Barclays bankans afvegaleiddu hluthafa og almenning þegar upplýst var um eina af stærstu fjárfestingunum í sögu bankans. Þetta sýnir úttekt sem BBC fréttastofan gerði á málinu. Bankinn tilkynnti árið 2008 að Sheikh Mansour, eigandi knattspyrnuliðsins Manchester City, hefði ákveðið að kaupa fyrir meira en 3 milljarða punda í bankanum, eða um 600 milljarða íslenskra króna. En BBC hefur nú komist að því að peningarnir komu í raun úr ríkissjóði Abu Dhabi en ekki frá sjeiknum sjálfum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×